Sihanoukville er sjötta stærsta borgin í Kambódíu, einnig þekkt sem Kampong og þar búa yfir 100 þúsund manns. Þau skötuhjú skoðuðu bæinn, fóru í köfun og hittu Kristínu sem er með annan fótinn í borginni þar sem hún rekur bakarí ásamt manni sínum og heimamönnum. Það sem kom þeim mest á óvart er hversu ör uppbygging er í borginni, en kínverskir auðmenn hafa fjárfest mikið í landi innan borgarinnar og byggja þar upp hótel og spilavíti.