Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Afmælisævintýri Árnýjar

Mynd:  / 

Afmælisævintýri Árnýjar

27.03.2018 - 12:05

Höfundar

Daði og Árný skelltu sér í borgina Sihanoukville til að halda upp á afmæli Árnýjar. Ferðalagið þangað gekk ekki alveg áfallalaust fyrir sig en eins og hjá sönnum Íslendingum þá reddaðist að sjálfsögðu allt á endanum.

Sihanoukville er sjötta stærsta borgin í Kambódíu, einnig þekkt sem Kampong og þar búa yfir 100 þúsund manns. Þau skötuhjú skoðuðu bæinn, fóru í köfun og hittu Kristínu sem er með annan fótinn í borginni þar sem hún rekur bakarí ásamt manni sínum og heimamönnum.  Það sem kom þeim mest á óvart er hversu ör uppbygging er í borginni, en kínverskir auðmenn hafa fjárfest mikið í landi innan borgarinnar og byggja þar upp hótel og spilavíti.