Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Afmæli Valgeirs á degi íslenskrar tónlistar

Mynd með færslu
 Mynd: Sena

Afmæli Valgeirs á degi íslenskrar tónlistar

01.12.2016 - 11:19

Höfundar

Í dag er dagur íslenskrar tónlistar og það sem við ætlum að bjóða uppá af því tilefni, í Konsert kvöldsins er upptaka Rásar 2 frá 60 ára afmælistónleikum Valgeirs Guðjónssonar sem fóru fram í Eldborg í Hörpu 22. 2012, kvöldið áður en hann varð sextugur.

Í dag er dagur íslenskrar tónlistar og það sem við ætlum að bjóða uppá af því tilefni, í Konsert kvöldsins er upptaka Rásar 2 frá 60 ára afmælistónleikum Valgeirs Guðjónssonar sem fóru fram í Eldborg í Hörpu 22. 2012, kvöldið áður en hann varð sextugur.

Í tilefni dags íslenskrar tónlistar, í dag 1. desember (sem er líka afmælisdagur Rásar 2) var efnt til  herferðar sem ber titilinn “#IcelandMusicDay” en hún fer þannig fram að fólk velur uppáhalds íslensku lögin sín af tónlistarveitum eins og Spotify eða Youtube, deilir og merkir (taggar) t.d. 1-5 erlenda vini sína. Allir eru hvattir til að taka þátt og kynna íslenska tónlist fyrir erlendum vinum sínum í þessu samstillta átaki, sem er í fyrsta skipti svo vitað sé um að heil þjóð styðji svo þétt við bakið á sínu tónlistarfólki.

Máttur samfélagsmiðla er ótvíræður og eru því allir þátttakendur hvattir til að að virkja sem flesta, vini, vandamenn, fyrirtæki eða fjölskyldur, og bera þannig hróður íslenskrar tónlistar sem víðast á þessum merka degi.  Allir samfélagsmiðlar eiga erindi í þessari herferð og því upplagt að deila tónlist á Facebook, Twitter, Instagram og Snapchat.

Eftirfarandi texta má nota þegar tónlistinni er deilt en þátttakendum er frjálst að nota sinn eigin og láta myllumerkið #IcelandMusicDay fylgja með: Listen to some of my favourite Icelandic songs and share your own! #IcelandMusicDay

En á svið með Valgeiri þetta kvöld í janúar fyrir rúmum fjórum árum stigu á svið í fyrsta sinn í langan tíma hljómsveitirnar Spilverk Þjóðanna og Stuðmenn, sem Valgeir var lykilmaður í alla tíð. Stuðmenn hafa nú spilað talsvert síðan þetta var og Spilverkið meira að segja einu sinni, þegar Diddú varð sextug.

Með Valgeiri á sviðinu voru:
Ásgeir óskarsson – trommur
Tómas M. Tómasson – bassi
Eyjólfur Kristjánsson – gítar og bakraddir
Jón Ólafsson – píanó og bakraddir
Stefán Már Magnússon – gítar
Jakob Frímann Magnússon – hljómborð og söngur
Ragnhildur Gísladóttir - söngur
Egill Ólafsson- söngur og bassi
Diddú – söngur

Á efnsiskránni voru mörg af hans þekktustu lögum sem íslenska þjóðin kann utanbókar; She broke my heart – Bíldudals grænar baunir – Stella í orlofi – Sirkus Geira Smart – Styttur bæjarins – Haustið ´75 – Ástardúett Stuðmanna – Reykingar - Slá í gegn – Blindfullur ofl. ofl.

Það er óhætt að mæla með þessum tónleikum fyrir aðdáendur Valgeirs og íslenskrar tónlistar yfir höfuð.

Konsert er á dagskrá Rásar 2 á fimmtudagskvöldum kl. 22.05

Umsjón: Ólafur Páll Gunnarsson
[email protected]

Tengdar fréttir

Popptónlist

Í minningu einnar skærustu stjörnu rokksins

Popptónlist

Jamie Lawson og Black Keys leika fyrir dansi

Popptónlist

Airwaves á KEXhostel og Fogerty í LA

Popptónlist

Björk - Vulnicura live og Lay Low á Airwaves