Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Afhending menningarviðurkenninga RÚV

Mynd: Ragnar Visage / RÚV

Afhending menningarviðurkenninga RÚV

04.01.2018 - 15:44

Höfundar

Úthlutað var úr menningarsjóðum Ríkisútvarpsins og STEFs í Útvarpshúsinu fimmtudaginn 4. janúar við hátíðlega athöfn.

Að þessu sinni var veitt viðurkenning úr Rithöfundasjóði auk styrkja úr Tónskáldasjóði Ríkisútvarpsins. Rás 2 veitti Krókinn, verðlaun fyrir framúrskarandi lifandi tónlistarflutning árið 2017. Við sama tilefni tilkynnti óvæntur gestur um val á orði ársins í samstarfi við Stofnun Árna Magnússonar og Mími, félag stúdenta í íslensku og almennum málvísindum við Háskóla Íslands.