Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Ævar Þór tilnefndur til virtra verðlauna

Mynd með færslu
 Mynd: cc

Ævar Þór tilnefndur til virtra verðlauna

12.10.2018 - 11:10

Höfundar

Ævar Þór Benediktsson barnabókahöfundur er tilnefndur til minningarverðlauna Astrid Lindgren fyrir lestrarátak Ævars vísindamanns.

Tilkynnt var um tilnefningarnar á bókamessunni í Frankfurt í gær. Ævar Þór er þar á með á meðal 246 tilnefndra frá 64 löndum. Ævar er tilnefndur sem talsmaður lesturs („promoter of reading“). Hann hefur staðið fyrir lestrarátaki síðustu ár í hlutverki Ævars vísindamanns. Átakið verður haldið í fimmta og síðasta skiptið 1. janúar 2019.

Sænska ríkið stofnaði til minningarverðlauna Astrid Lindgren árið 2002. Þetta eru einhver stærstu verðlaun sem veitt eru á sviði barnabókmennta og nemur verðlaunaféð fimm milljón sænskra króna. Verðlaunin eru veitt einstaklingum og stofnunum sem hafa lagt sitt að mörkum til framgangs barna- og ungmennabókmennta. Tilkynnt verður um verðlaunahafa 2. apríl á næsta ári.

Tengdar fréttir

Bókmenntir

„Lesandinn ræður hvað gerist“

Bókmenntir

Ævar vísindamaður skrifar ofurhetjur

Bókmenntir

Pissupása Ævars í stærstu sögustund landsins

Bókmenntir

Ævar Þór á meðal bestu barnabókahöfunda Evrópu