Ættum við að seinka klukkunni?

Mynd:  / 

Ættum við að seinka klukkunni?

18.01.2019 - 09:45
Hlaðvarpsþátturinn Hvað er að frétta? hóf göngu sína í vikunni en í þessum fyrsta þætti var meðal annars rætt hvort ætti að seinka klukkunni á Íslandi um klukkutíma.

Frá 1968 hefur staðartími á Íslandi miðast við miðtíma Greenwich, eða GMT. Það þýðir að það er misræmi milli þess hvað klukkan er og þess hvað klukkan ætti að vera miðað við hnattræna legu landsins. 

Gestir Hvað er að frétta? í þessari viku voru Hafsteinn Níelsson og Karen Björg Þorsteinsdóttir en þau voru sammála um það að seinkun klukkunnar væri ágætis hugmynd. Þau voru hins vegar líka sammála um að það væri harla ólíklegt að það myndi ganga í gegn og að líklegra væri að ástandið myndi haldast óbreytt. 

Rannsóknir hafi sýnt að nætursvefn Íslendinga er almennt of stuttur það getur haft mikil áhrif á heilsuna, sérstaklega hjá börnum og ungu fólki. Í greinargerðinni var boðið upp á þrjá valkosti, að klukkunni verði ekki breytt en með fræðslu er fólk hvatt til að ganga fyrr til náða, að klukkunni sé seinkað um klukkustund og væri þá í samræmi við hnattstöðu landsins og að klukkan yrði óbreytt en skólar, fyrirtæki og stofnanir hefja starfsemi seinna á morgnanna.

 Auk klukkunnar var hið stórmerkilega Instagram egg rætt, það braut í vikunni um ársgamalt met Kylie Jenner yfir þá mynd sem hefur fengið mest læk á miðlinum. Eggið er þegar þessi frétt er skrifuð með rúmlega 48 milljón læka, sem er 30 milljón læka meira en Kylie fékk á sína mynd. 

Hvað er að frétta? er vikulegur þáttur í umsjón Helgu Margrétar Höskuldsdóttir þar sem hún fer yfir heitustu málefni vikunnar með góðum gestum. Í spilaranum hér fyrir ofan má heyra umræðuna um klukkuna en þáttinn má hlusta á í heild sinni í spilara RÚV og í RÚV appinu. 

Tengdar fréttir

Stjórnmál

Yfir þúsund sagt álit sitt á klukku-tillögum

Menningarefni

Eggið sem braut Instagram

Innlent

„Fara einni stundu fyr á fætur“

Stjórnmál

Opnar á breytta klukku - þrír kostir skoðaðir