Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Ættleiðingar alltaf síðasta lausnin

01.12.2015 - 14:39
epa04924446 Syrian refugees arrive at Jordan Syria border point of Al-Rugban area at the north east of Jordan, 10 September 2015. The Syrian refugees arrive from Raqqa and Deir al Zoor fleeing from ISIS fighters and the Syrian regime attacks.  EPA/JAMAL
Flóttamenn frá borginni Rakka. Myndin er úr safni. Mynd: EPA
Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, segir að ættleiðingar á flóttabörnum milli landa sé ávalt síðasta lausnin, þegar sameining við fjölskyldu er þaulreynd.

Fyrirspurn var lögð fram á Alþingi í gær til Ólafar Nordal innanríkisráðherra þar sem hún var spurð að því hvort hún hefði kannað möguleika á því að Íslendingar ættleiði munaðarlaus börn úr flóttamannabúðum.

Í tilkynningu frá UNICEF segir að það sé skiljanlegt að fólk hugsi til þess möguleika að ættleiða börn frá Sýrlandi en það sé hvorki skynsamlegasti kosturinn né sá sem mest þörf er á. Langflest barnanna eigi ættingja sem geti tekið þau að sér eða hafi orðið viðskila við foreldra sína. Verkefnið er og verði að ná að sameina þessi börn fjölskyldu sinni. UNICEF og aðrar hjálparstofnanir vinni að því hörðum höndum.

Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV