Fjölmiðlar í Noregi og Svíþjóð, þar á meðal NRK, VG og Aftenposten, ætla að sleppa hefðbundu aprílgabbi á morgun. Ritstjórar segja að umræðan um falsfréttir hafi haft áhrif á þessa ákvörðun; margir óttast að gabbfréttir muni breiðast út og verða deilt sem sannleika á samfélagsmiðlum.