Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Ætla að opna nýtt hjúkrunarheimili 20. mars

Mynd:  / 
Á annað hundrað fylgdust með þegar borðinn var klipptur á nýju hjúkrunarheimili Seltjarnarnesi í dag. Þar er pláss fyrir 40 manns en það hefur staðið autt frá áramótum. Stefnt er að því að fyrstu íbúar geti flutt inn 20. mars.

Þær Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sáu um að klippa á borðann. Dregist hefur á langinn að koma hjúkrunarheimilinu í notkun, ríkið og bærinn deildu um hvort ætti að sjá um reksturinn. Í janúar náðist loks samkomulag um að Vigdísarholt, einkahlutafélag í eigu ríkisins, annist reksturinn. Framkvæmdastjóra þess var formlega afhentur lykillinn í dag.

Þá var nafn nýja hjúkrunarheimilisins opinberað í fyrsta sinn. Það ber heitið hjúkrunarheimilið Seltjörn. Þar er pláss fyrir 40 manns og rýmið er fullbúið. Stefnt er að því að það verði komið í fulla notkun 20. mars. Það fer þó eftir því hversu vel gengur að manna heimilið.

Mynd með færslu
 Mynd:
Prúðbúnar dömur við athöfnina í dag.
Mynd með færslu
 Mynd:
Útsýni frá þaki hjúkrunarheimilisins.