Ætla að búa í Akureyrarhöfn í vetur

Mynd með færslu
 Mynd: www.akureyri.is

Ætla að búa í Akureyrarhöfn í vetur

21.09.2017 - 10:25

Höfundar

Átta manna fjölskylda, sem hefur ferðast um heimsins höf á 50 feta skútu í tæpa tvo áratugi, ætlar að hafa vetursetu í skútunni á Akureyri. Fjölskyldufaðirinn, Dario Schwörer, heimsótti bæjarstjórann á Akureyri á skrifstofu hans á dögunum.

Dario og Sabine, kona hans, eru frá Sviss. Þau sigla um höfin ásamt börnum sínum, safna gögnum fyrir háskóla og stofnanir og halda fyrirlestra til að vekja athygli á ferðum sínum og loftslagsbreytingum.

Fréttamaður RÚV á Ísafirði hitti fjölskylduna í júlí þegar skútan var í Ísafjarðarhöfn. Þegar leiðangurinn hófst stóð til að ferðalagið tæki fjögur ár. Það hefur heldur betur breyst og nú er skútan heimili átta manna fjölskyldu. Síðasta barnið fæddist á Sjúkrahúsinu á Akureyri 24. ágúst.

Leiðangurinn nefna þau Top to Top og þau hafa komið til yfir 100 landa, ferðast til afskekktustu staða heims og frætt meira en 100.000 skólabörn um loftlagsbreytingar og umhverfisvernd. Í heimsókn sinni til Eiríks Björns Björgvinssonar, bæjarstjóra á Akureyri, ræddi Dario Schwörer meðal annars um fyrirhugaðar kynningar á Top to Top leiðangrinum í skólum bæjarins í vetur.

Tengdar fréttir

Vestfirðir

Hafa búið um borð í skútu í 17 ár

Vestfirðir

Búa á siglandi auglýsingaskilti