Samtök kvenna í vísindum, SKVÍS, standa fyrir ráðstefnu þar sem fara á yfir hrútskýringar og menndurtekningar og skilgreiningar á því. Rædd verða raunveruleg dæmi sem félagskonur hafa lent í og rædd verða möguleg viðbrögð. Helga Bragadóttir, hjúkrunarfræðiprófessor við HÍ, segist sjálf hafa lent í svona aðstæðum. Hún hafi ekki sagt neitt þá en henni og öðrum finnist að nú sé tækifæri til að takast á við alvarlegan vanda sem hafi því miður viðgengist allt of lengi. Helga var gestur Samfélagsins.