Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Ætla að berjast sameiginlega gegn hryðjuverkum

11.07.2017 - 14:30
U.S. Secretary of State Rex Tillerson meets with the Emir of Qatar, Sheikh Tamim Bin Hamad Al Thani at the Sea Palace, in Doha, Qatar, Tuesday, July 11, 2017.  Tillerson arrived in Qatar as he tries to mediate a dispute between the energy-rich country and
Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ræddi við Sheikh Tamim Bin Hamad Al Thani, emír í Katar fyrr í sumar til að freista þess að miðla málum í deilunni. Mynd: AP - Utanríkisráðuneyti Bandaríkj
Stjórnvöld í Bandaríkjunum og Katar hafa undirritað samkomulag um að berjast saman gegn hryðjuverkum í heiminum. Utanríkisráðherrar landanna, Rex Tillerson og Sheikh Mohammed bin Abdulrahman Al-Thani, greindu frá þessu á sameiginlegum fréttamannafundi í Doha í dag.

Athygli vekur að þetta samkomulag er undirritað á sama tíma og nokkur grannríki Katars beita ríkið refsiaðgerðum fyrir stuðning við öfgahópa í Miðausturlöndum.

 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV