Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Aðventuhátíð í Kópavogi

02.12.2017 - 19:14
Mynd: RÚV / RÚV
Tuttugu og tveir dagar eru nú til jóla en á morgun er fyrsti sunnudagur í aðventu. Jólatrésskemmtanir voru haldnar víða um land í dag af því tilefni. Íbúar fjölmenntu á Aðventuhátíð Kópavogs þar sem trendrað var á jólatréi Kópavogsbæjar. Í tilefni þess var haldin útiskemmtun þar sem skólahljómsveit Kópavogs lék fyrir gesti og Margrét Friðriksdóttir, forseti bæjarstjórnar tendraði á trénu og flutti ávarp.

Myndatökumaður RÚV, Hreiðar Þór Björnsson, fór á stúfana í dag og myndaði skemmtunina. 

holmfridurdf's picture
Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir
Fréttastofa RÚV