Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Áður óþekkt eldgos á Reykjaneshrygg

31.05.2014 - 09:21
Mynd með færslu
 Mynd:
Landsvæðið á botni Reykjaneshryggs hefur tekið nokkrum breytingum á undanförnum áratugum og bendir það til þess að eldgos hafi átt sér stað á hafsbotni.

Þetta segir Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur, í samtali við Morgunblaðið í dag. Ármann hefur rannsakað landslagið á hafsbotni Reykjaneshryggs og borið saman gögn frá árinu 1994 við mælingar sem gerðar voru síðasta haust.

Vitað er að á landgrunninu gýs að jafnaði einu sinni til tvisvar á öld. Segir Ármann að um leið og komið er út í dýpið sé erfiðara að átta sig á hvenær gosin áttu sér stað því þau koma ekki upp á yfirborðið.

Ármann telur líklegt að gos hafi orðið við 61. gráðu norðlægrar breiddar, um 400-500 kílómetra frá landi einhvern tímann á síðustu 20 árum.