Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Aðgerðaáætlun TR send til ráðuneytis

15.02.2019 - 13:32
Mynd með færslu
 Mynd: rúv
Tryggingastofnun hefur sent félagsmálaráðuneyti aðgerðaáætlun vegna endurgreiðslu sem er til komin vegna skerðingar á bótagreiðslum vegna búsetu í öðrum löndum innan EES. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stofnuninni.

Þar segir að ekkert sé að vanbúnaði að hefjast handa þegar fjárheimildis liggja fyrir. 

Umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu að skerðingar á bótagreiðslum vegna búsetu í öðrum löndum innan Evrópska efnahagssvæðisins standist ekki lög. Félagsmálaráðuneytið hefur fallist á niðurstöðuna og að endurgreiða beri öryrkjum sem hafa fengið skertar bætur. Til stendur að endurgreiða öryrkjum rúma tvo milljarða króna fjögur ár aftur í tímann.