Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Aðdáendur ósáttir við nýja Stjörnustríðsmynd

This image released by Lucasfilm shows Gwendoline Christie as Capt. Phasma in "Star Wars: The Last Jedi." (Lucasfilm via AP)
 Mynd: AP

Aðdáendur ósáttir við nýja Stjörnustríðsmynd

19.12.2017 - 11:01

Höfundar

Heitlyndir aðdáendur Stjörnustríðsmyndanna eru allt annað en sáttir við nýjustu myndina í röðinni, The Last Jedi. Nú stendur yfir undirskriftasöfnun þar sem þess er krafist að myndin verði fjarlægð úr hugmyndaheimi Stjörnustríða og endurgerð.

Það er maður að nafni Henry Walsh sem stendur fyrir undirskriftasöfnuninni. Hann segir að The Last Jedi, eða síðasti Jedi-riddarinn, sé afskræming og hún leggi í rúst allt það sem aðdáendur myndanna hafi líkað við.

Hér er rétt að vara lesendur við sem hafa ekki séð myndina, þar sem næsta málsgrein getur spillt fyrir
 

En það má bæta úr því segir Walsh. „Rétt eins og þið þurrkuðuð út þrjá áratugi af sögum, viljum við biðja ykkur um að þurrka út eina í viðbót, The Last Jedi. Fjarlægið hana úr hugmyndaheiminum, færið aftur níundu myndina og endurgerið þá áttundu almennilega svo hægt sé að endurheimta arfleifð, heilindi og persónu Luke Skywalker.“

Þegar þetta er skrifað hafa um sjö þúsund manns skrifað undir heimtinguna

Mynd með færslu
 Mynd: Lucasfilm

The Last Jedi hefur víðast hvar fengið jákvæð viðbrögð gagnrýnenda. En svo virðist sem gjá sé á milli þeirra og áhorfenda. Þegar litið er á vefinn Rotten Tomatoes, sem tekur saman kvikmyndadóma viðurkenndra gagnrýnenda auk viðbragða áhorfenda, má sjá nokkurn mun á viðtökum. Níutíu og þrjú prósent gagnrýnenda eru ánægðir með myndina, á meðan einungis fimmtíu og fimm prósent áhorfenda gefa henni jákvæða umsögn.

Kvikmyndagagnrýnandi Lestarinnar á Rás 1 segir í dómi sínum að myndin sé alls ekki gallalaus. Hún sé samt áhugaverð og góð viðbót við myndaröðina. Lestu dóminn hér.

 

Tengdar fréttir

Kvikmyndir

Leikur að væntingum í „The Last Jedi“

Menningarefni

Næst stærsta opnun allra tíma

Kvikmyndir

Trúarbrögð og heimspeki Jedi-riddaranna

Kvikmyndir

Síðasti Jedi-riddarinn væntanlegur