Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Aðdáendur hætti að áreita Stjörnustríðsleikara

epa06506398 British actor John Boyega arrives for the European premiere of 'Black Panther' at the Hammersmith Apollo in London, Britain, 08 February 2018. The latest instalment of the Marvel Cinematic Universe will be released in UK cinemas on
 Mynd: RÚV

Aðdáendur hætti að áreita Stjörnustríðsleikara

13.06.2018 - 14:24

Höfundar

John Boyega sem fer með eitt aðalhlutverkið í stjörnustríðsmyndunum The Force Awakens og The Last Jedi hefur biðlað til aðdáenda bálksins að láta af árásum sínum á leikkonur myndanna á samfélagsmiðlum.

Hvatningin frá Boyega kemur í kjölfar þess að leikkonurnar Daisy Ridley og Kelly Marie Tran hættu á Instagram eftir mikla áreitni. Ridley var að sögn hótað dauða og djöfulgangi eftir að hún mótmælti byssuofbeldi í Bandaríkjunum og hætti eftir það á samfélagsmiðlinum. Kelly Marie Tran mátti hins vegar sitja undir stanslausum svívirðingum vegna kyns síns og kynþáttar mánuðum saman áður en hún gafst upp og eyddi reikningi sínum.

Boyega sagði á Twitter að þeim sem líkaði ekki við nýju Stjörnustríðsmyndirnar yrðu að skilja það að það væru ekki leikararnir sem tækju ákvarðanir um hvernig myndirnar væru og að áreita þá skilaði engu. „Þú getur ekki gert tilkall til kurteisi þegar nálgun þín er dónaleg. Þó að þú hafi keypt miða á myndina,“ kemur fram í tísti Boyega.

Tengdar fréttir

Kvikmyndir

Stjörnustríðsleikkona hrakin af Instagram

Kvikmyndir

Stjörnustríðsþreyta gerir vart við sig

Kvikmyndir

Aðdáendur ósáttir við nýja Stjörnustríðsmynd

Tækni og vísindi

Stjörnustríð ólu af sér Photoshop og Pixar