Lyfjafyrirtækið Actavis, sem hefur haft höfuðstöðvar sínar á Íslandi frá upphafi flytur nú til Sviss. Eftir rúman mánuð verða nýjar höfuðstöðvar opnaðar þar í borginni Zug.
Ástæða flutningsins til Sviss er skortur á hæfu starfsfólki á Íslandi. Guðbjörgu Eddu Eggertsdóttur, forstjóri Actavis á Íslandi, segir að búið sé að ráða nánast alla sem aðgangur sé að á Íslandi. Það fólk hafi ekki reynslu í þessum geira og því þurfi að þjálfa það upp. Í Sviss og grannríkjum séu hinsvegar fjölmörg fyrirtæki á þessu sviði.