Ábyrgð á klámvæðingu varpað á unglinga

27.09.2014 - 16:44
Mynd með færslu
 Mynd:
Foreldrar nemenda í unglingadeildum grunnskóla á Austurlandi fengu bréf sem innihélt reglur um hverju unglingarnir mættu klæðast á balli sem fram fór í gær. Faðir unglingsstúlku segir ósanngjarnt að varpa ábyrgð á klámvæðingu yfir á unglinga.

Ingibjörg Þórðardóttir, foreldri í Neskaupsstað, skrifaði grein í Austurfrétt þar sem hún gagnrýnir fatareglurnar. Í þeim kemur fram að stúlkur ættu ekki að klæðast kjól eða pilsi sem ekki nær niður fyrir hné né vera í of flegnum bolum eða kjólum og drengir mættu ekki vera í fráhnepptum skyrtum eða berir að ofan.

Arnar Guðmundsson, maður Ingibjargar, segir að þau hjónin velti fyrir sér tilgangi reglnanna. Þau spyrji sig hvort verið sé að varpa ábyrgð á klámvæðingu yfir á unglingana. 

Í grein sinni segir Ingibjörg að markvisst hafi verið unnið í því, til dæmis í kynferðisbrotum, að tengja ekki sman klæðaburð brotaþola við glæpi. Arnar segir að með því að banna vissan klæðnað sé verið að ýta undir að það sé á ábyrgð unglinganna komi eitthvað upp á. Hann segir reglurnar vanhugsaðar og frekar ætti að höfða til samvisku og skynsemi unglinga. Skólastjóri Nesskóla vildi ekki veita viðtal vegna málsins.

Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi