Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Á þriðja hundrað leyst úr ánauð í Nígeríu

06.11.2019 - 06:52
Ryðguð keðja.
 Mynd: Gesine Kuhlmann - RGBStock
Vel á þriðja hundrað manns var bjargað úr ánauð í mosku í bænum Ibadan í Nígeríu á mánudag. Lögreglan gerði áhlaup á moskuna eftir að hafa fengið ábendingu frá 17 ára dreng sem slapp úr haldi. Eigandi hússins og átta aðrir voru handteknir, samkvæmt heimildum BBC.

Yfir þúsund manns hefur verið bjargað úr sams konar aðstæðum í Nígeríu síðastliðinn mánuð. Börn, ungt fólk og fólk sem hefur framið smáglæpi er narrað inn í söfnuðina á þeim forsendum að þeir séu betrunarstofnanir. Yfirvöld hafa líkt aðstæðum fólksins sem pyntingarmiðstöðvum. Þau sem hafa sloppið úr aðstæðunum hafa greint frá bæði líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi.
 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV