Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Á sjöunda tug björgunarsveitarmanna við leit

12.03.2017 - 13:18
Björgunarsveitarmenn ganga fjörur í Fossvogi í leit að Arthuri Jarmoszky, sunnudaginn 12 mars 2017.
 Mynd: RUV
Björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu eru nú við leit að Arturi Jarmoszk, sem síðast sást í miðbæ Reykjavíkur um síðustu mánaðarmót. Gengnar eru fjörur á höfuðborgarsvæðinu frá Gróttu suður að Álftanesi. Um sextíu og fimm meðlimir björgunarsveita eru nú við leitina, samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg. Fjörur eru gengnar, leitað er úr bátum og með drónum.

Upphafsstaður leitarinnar er Kársnes í Kópavogi, en símagögn sem lögregla hefur kynnt sér benda til þess að Artur hafi verið þar aðfaranótt miðvikudagins 1. mars, eftir að síðast sást til hans í miðbæ Reykjavíkur.

 

Björn Malmquist
Fréttastofa RÚV