Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Á-listi býður ekki fram á Héraði

Mynd með færslu
 Mynd: Rúnar Snær Reynisson - RÚV
Á-listinn á Fljótsdalshéraði ætlar ekki að bjóða fram í sveitarstjórnarkosningunum í næsta mánuði. Þá eru tvö af fjórum framboðum sem eiga bæjarfulltrúa á Héraði búin að tilkynna slíkt en Héraðslistinn ætlar heldur ekki fram. Eftir eru framboð Framsóknar og Sjálfstæðisflokks og Miðflokkurinn en nánast klár með lista.

Gunnar Jónsson, oddviti Á-listans, segir að þreyta hafi verið komin í elsta kjarna framboðsins og ekki legið fyrir að hægt yrði að manna efstu sæti. Yngra fólk virðist ekki hafa tíma til að taka þátt í bæjarpólítíkinn af fullum krafti enda upptekið við barnauppeldi.

„Eitt er að bjóða fram og hitt er að hafa fólk sem hefur tíma til að sinna störfunum. Það er ekki nóg að láta kjósa sig menn þurfa líka að standa vaktina. Maður hefur rekið sig á að barnafólk á ekki létt með að sækja þessa fundi og gefa það af sér sem þarf. Ég er ekki á móti ungu fólki síður en svo en auðvitað er það bara koma upp sínum börnum," segir Gunnar. Hann segist þakklátur fyrir stuðninginn sem framboðið hafi fengið. 

Stjórn Á-listans hafi talið réttast að gefa það út strax að listinn ætlaði ekki fram. Það sé gert til að halda ekki fólki sem gæti hugsað sér að vinna með öðrum framboðum.

 

runarsr's picture
Rúnar Snær Reynisson
Fréttastofa RÚV