Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

„Á góðri íslensku: bölvaður sóðaskapur!“

Mynd: Hvað höfum við gert? / Hvað höfum við gert?

„Á góðri íslensku: bölvaður sóðaskapur!“

28.04.2019 - 11:00

Höfundar

„Síðast þegar ég fór út að plokka kom ég til baka klyfjaður rusli,“ segir forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson sem er viðmælandi í sjöunda þætti af Hvað höfum við gert sem er á dagskrá RÚV í kvöld.

Guðni sýnir áhorfendum ofan í pokann sem hann fór með að „plokka“, sem er athöfnin að fara út að skokka og tína upp rusl í leiðinni. „Sumt af þessu er bara fokrusl sem ekkert er hægt að gera við. En annað er bara eins og maður segir á góðri íslensku, bölvaður sóðaskapur! Einhver sem fleygir rusli út úr bílnum sínum.“ Guðni lofar svo framtak Tómasar Knútssonar í Bláa hernum sem vinnur að því að hreinsa strandlengju Íslands af rusli.

„Á meðan ég anda ætla ég að berjast fyrir þessu,“ segir Tómas Knútsson sem fór í fyrsta strandhreinsunarverkefið 2016 við Selvogsvita. „Ég vissi að fjaran væri svolítið slæm þar. Við mættum hundrað manns og eftir þrjá tíma voru við búin að hreinsa upp átta og hálft tonn af rusli á einum og hálfum kílómetra. Verkefnin eru næg, það er því miður nóg af rusli.“

Mynd með færslu
 Mynd: Hvað höfum við gert?
Tómas Knútsson.

Tómas segir mikilvægt að setja markið hátt í hreinsunarstarfi og umhverfisvernd, að Íslendingar ættu að stefna á að vera með hreinustu landhelgi í heiminum. „Af hverju að safna auði í banka á rentum meðan fólk getur ekki borðað heilbrigðan mat og fisk, vegna þess það er svo mikil mengun? Það verður að vera hringrásarhagkerfi í kringum hvern einasta hlut sem við notum á þessari jörðu. Ef svo er þá svínvirkar kerfið. Einn góðan veðurdag getur fólk ekki étið plastið. Við verðum að eiga hreint land, hreint haf og hreint loft til að lifa á þessari plánetu.“

Tengdar fréttir

Passar þú að slökkva ljósin?

Menningarefni

„Svarið var einfalt: Hætta að borða nautakjöt“

Menningarefni

Sjáðu ruslið sem meðal Íslendingur fleygir

Umhverfismál

Rótar í ruslagámum í fínum fötum