Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Á fjórða þúsund umsóknir um hreindýraveiði

20.02.2018 - 15:26
Mynd með færslu
 Mynd: Rúnar Snær Reynisson - RÚV
Umhverfisstofnun hafa borist 3.176 umsóknir um leyfi til að veiða hreindýr á næsta veiðitímabili. Ljóst að margar hreindýraskyttur verða frá að hverfa, en heimilt verður að veiða 1.450 dýr.

Umhverfis- og auðlindaráðherra kynnti í síðasta mánuði þá ákvörðun sína að auka hreindýrakvótann frá því á síðasta ári um 135 dýr, eða u.þ.b 10%. Heimilt verður að veiða allt að 1.450 hreindýr í ár, 1.061 kú og 389 tarfa.

Þar af skulu 40 kýr veiddar í nóvember, en hefðbundinn veiðitími tarfa er frá 1. ágúst til og með 15. september og veiðitími kúa frá 1. ágúst til 20. september.

Næsta laugardag, 24. febrúar, verða dregin út hreindýraveiðileyfi í beinni útsendingu á vef Umhverfisstofnunar.

 

agusto's picture
Ágúst Ólafsson
Fréttastofa RÚV