Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Á Esjuna í torfærustól

16.08.2015 - 09:08
Mynd með færslu
 Mynd: Arna Gunnur Ingólfsdóttir - RÚV
Mynd með færslu
 Mynd: Arna Gunnur Ingólfsdóttir - RÚV
„Þetta er alveg stórkostlegt og er frábært framtak,“ sagði Sif Ingólfsdóttir, 74 ára sem fór í fyrsta skipti á Esjuna og naut við það aðstoðar hóps manna sem fluttu hana upp í sérhönnuðum torfærustól. Hún er ein þeirra sem fara á Esjuna í átaki Öryggismiðstöðvarinnar og fjölda sjálfboðaliða.

Sif fór langleiðina upp að Steini í gær og naut við það aðstoðar sjálfboðaliða úr Fram. Þeir voru meðal fjölda sjálfboðaliða sem svöruðu kalli Öryggismiðstöðvarinnar sem skipulagði ferðalög fólks sem ekki hefur komist á Esjuna vegna fötlunar eða langvarandi veikinda. Níu fóru upp á föstudag og hópur fólks til viðbótar í gær og stefnt er að því að flytja fimmtán manns upp Esjuna í dag. Upphaflega hafði verið stefnt að því að flytja 24 á Esjuna um helgina svo það stefnir í að fleiri fái aðstöð við Esjuför sína en lagt var upp með í byrjun.

Lokadagur Esjuverkefnisins er runninn upp og við ætlum svo sannarlega að taka vel á því dag! Við höfum nú gengið á...

Posted by Öryggismiðstöðin on 16. ágúst 2015
Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV