Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Á ekki inni greiða hjá Sjálfstæðismönnum

29.11.2018 - 22:48
Mynd með færslu
 Mynd:
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að Gunnar Bragi Sveinsson þingmaður Miðflokks eigi ekki inni greiða hjá Sjálfstæðismönnum fyrir að skipa Geir H. Haarde sendiherra árið 2014.

Leynilegar upptökur af samtali þingmanna Miðflokks voru gerðar opinberar í gær. Þar gefur Gunnar Bragi í skyn að hann eiga inni greiða hjá Sjálfstæðismönnum fyrir að skipa Geir H. Haarde sendiherra árið 2014. 

Gunnar Bragi bar þetta til baka í samtölum við fjölmiðla í dag. Fram kom í máli hans á Rás 2 í morgun að myndi þó hugleiða að  þiggja sendiherrastöðu ef hún stæði honum til boða. 

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sagði í tíufréttum sjónvarps að það standi ekki til að skipa Gunnar Braga sem sendiherra og að hann eigi ekki inni neina greiða hjá Sjálfstæðismönnum. 

 

Höskuldur Kári Schram
Fréttastofa RÚV