Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Á annað hundrað lög bárust í Söngvakeppnina

Fyrsta æfing Ara Ólafssonar og íslenska hópsins á Eurovision í Lissabon 2018
 Mynd: Eurovision.tv - Thomas Hanses / Eurovision.tv

Á annað hundrað lög bárust í Söngvakeppnina

24.10.2018 - 13:23

Höfundar

Alls bárust 132 lög í Söngvakeppnina 2019, en umsóknarfrestur rann út á miðnætti 22. október. Nú hefur 7 manna valnefnd störf en hún er skipuð fulltrúum frá Félag íslenskra hljómlistarmanna, Félag tónskálda og textahöfunda og RÚV.

Í kjölfarið verður haft samband við þá höfunda sem verður boðið að vera með í keppninni. Í ár er fyrirkomulagið við val á lögum breytt en auk þess að velja úr innsendum lögum leitar Rúv einnig til valdra höfunda um að vera með í keppninni.

Lögin og höfundar verða kynntir opinberlega í janúar en 9. febrúar hefjast svo fyrri undanúrslitin í Háskólabíói og viku síðar verða seinni undanúrslitin.

2. mars fara úrslitin síðan fram í Laugardalshöll. Lögin sem keppa til úrslita verða 10 í ár en hafa verið 12 undanfarin ár.

Tónlistarstjóri keppninnar er Samúel Jón Samúelsson og leikstjóri og danshöfundur er Lee Proud.