Á 137 km hraða með fjögur börn í aftursætinu

02.05.2018 - 10:05
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Í gær stöðvaði lögreglan á Norðurlandi vestra erlendan ökumann á 137 kílómetra hraða, þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund. Maðurinn var á bílaleigubíl, fjögur börn voru í aftursætinu og bíllinn ótryggður.

Í gær tóku gildi verulegar hækkanir vegna brota á umferðarlögum. Lögreglan á Norðurlandi vestra kærði þá 32 ökumenn fyrir of hraðan akstur. Allir þeir íslensku ökumenn, sem voru stöðvaðir, voru meðvitaðir um hækkunina og það segir lögreglan umhugsunarvert.

Einn af þeim erlendu ökumönnum, sem voru stöðvaðir, ók á 137 kílómetra hraða á klukkustund. Samkvæmt nýrri reglugerð, um sektir vegna borta á umferðarlögum, þarf hann að greiða 150 þúsund krónur í sekt.

Maðurinn var á bílaleigubíl og við frekari athugun lögreglu reyndist bíllinn ótryggður. Þá voru fjögur börn í aftursætinu. Skráningarnúmer bílsins voru fjarlægð á staðnum og fólkinu komið í húsaskjól. „Hvar þau voru í sambandi við bílaleiguna frekar óhress,“ segir í Facebookfærslu lögreglunnar á Norðurlandi vestra.

 

agusto's picture
Ágúst Ólafsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi