75 lömb komin - myndskeið af því helsta

15.05.2015 - 01:51
Mynd: RUV / RUV
Mynd með færslu
 Mynd: Gísli Einarsson / RÚV - Gísli Einarsson
Þúsundasta lambið fæddist á Syðri Hofdölum í Skagafirði í nótt en þaðan hefur sauðburði verið sjónvarpað beint frá því á hádegi. 75 lömb hafa fæðst síðan útsending hófst. Umræðan á Twitter hefur verið virk og náði ákveðnu hámarki þegar bændurnir Atli og Klara reyndu að koma hyrndum hrút í heiminn.

Það gekk ekki sem skyldi og áttu margir á Twitter erfitt með að fylgjast með þjáningum móðurinnar. Hrúturinn lifði ekki af en systir hans kom í heiminn rétt fyrir klukkan fjögur.  Hægt er að horfa á brot af því besta í spilaranum hér að ofan.

Meðal þeirra sem hefur fylgst grannt með gangi mála í Skagafirðinum er bæjarfulltrúinn fyrrverandi Ómar Stefánsson sem heillaðist snemma af „tískunni“ í fjárhúsinu. 

Stefán Eiríksson, fyrrverandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu og Útsvars-kempa, hefur einnig látið ljós sitt skína á Twitter.

Kaldhæðni er aldrei langt undan þegar Twitter er annars vegar.

Sjónvarpskonan Edda Sif Pálsdóttir var ein þeirra sem átti erfitt þegar hrútur drapst.

 

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi