75 kíló úrgangs við framleiðslu farsíma

Mynd með færslu
 Mynd:

75 kíló úrgangs við framleiðslu farsíma

18.11.2013 - 17:58
Þegar farsíma er skilað til endurvinnslu verða eftir um 140 grömm af úrgangi. Við framleiðslu hvers farsíma verður hins vegar til úrgangur sem vegur um 75 kíló. Þetta er vert að hafa í huga í nýtniviku. Nýtniviku er ætlað að vekja fólk til umhugsunar um neyslu og nýta hluti betur.

Stefán Gíslason fjallar um nýtni og sóun í Sjónmáli í dag. Hann upplýsir meðal annars að nýtnivikan er samevrópskt verkefni, og að sænskur 56 ára gamall karlmaður hefur átt sjö farsíma um ævina samkvæmt meðaltali. 

Sjónmál  mánudaginn 18. nóvember 2013