Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

70.000 fengu aðstoð vegna fíknar

09.03.2015 - 22:25
Kári Stefánsson og Þórarinn Tyrfingsson, sem ræddu erfðir fíknar í Morgunútgáfunni.
 Mynd: Óðinn Jónsson - RÚV
Ríflega 70.000 manns hafa sótt sér aðstoð vegna áfengis- og vímuefnavanda frá upphafi meðferðarrúrræða hér á landi. Karlmenn eru í miklum meirihluta. Flestir koma fyrst í meðferð fyrir tvítugsaldurinn. Með nýrri tækni í myndgreiningu hefur tekist að staðsetja meinið í heilanum og lýsa sjúkdómsþróun.

Íslensk erfðagreining hefur í  tíu ár rannsakað fíknivanda af ýmisum toga, það er að segja nikótín- og tóbaksfíkn, áfengisfíkn og fíkn í amfetamín og önnur eiturlyf.  Farið var yfir niðurstöður nýrrar rannsóknar á fyrirlestri Íslenskrar erfðagreiningar í dag.

Rannsóknin leiðir í ljós að allir fíknisjúkdómarnir verða þegar erfðir og umhverfi eru sjúklingunum óhagstæð.

„Við erum alltaf að leita að einhverri ánægju í okkar lífi og þegar við förum að leita hennar í gegn um lyf af þessari gerð þá endum við útí mýri,“ segir Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi. Hann segir að ákveðnar taugabrautir í heila hjálpi mannsskepnunni við að finna ánægju.

„Við fæðumst með þessar brautir á ákveðnum stað en um leið og við förum að fikta eitthvað við þær með lyfjum þá endurstillir þú þessar brautir og það getur endað þannig að þú getur aldrei fundið venjulega ánægju hins venjulega manns án hjálpar svona lyfja og vandamálið er að endurstilla þetta þannig að allt verði eins og það var áður en þú fórst að fikta í því og það getur reynst mjög erfitt,“ segir Kári.

„Við erum þegar farnir að nota líffræðilegar þekkingu á sjúkdómnum til áherslubreytinga í meðferðinni og líka hvernig við röðum upp verkefnunum sem sjúklingarnir fá,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. „Við erum líkar farnir að nota rannsóknirnar um fjölskyldulægni í forvarnir því börn þeirra sem hafa verið í meðferð hjá okkur eru í mikilli hættu á því að verða áfengis- og vímuefnafíknir og það er hægt að koma í veg fyrir það með inngripi áður en þeir byrja að drekka og þess vegna höfum við sett af stað sérstaka sálfræðimeðferð svo að erfðaþættir og upplýsingar í líffræði hafa gríðarlega mikil áhrif á það sem við erum að gera í sjúklingavinnunni frá degi til dags.“

„Við höfum verið að býða eftir lyfjum sem að gætu komið í veg fyrir fall,“ segir Kári. „Líka lyfjum sem að gætu aukið lífsgæði áfengis- og vímuefnasjúklinga á fyrstu mánuðum batans. Því miður höfum við ekki úr miklum lyfjum að spila.“

 

Frettir's picture
Fréttastofa RÚV