Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

7 kjaradeilur í flugþjónustu

27.04.2014 - 21:05
Mynd með færslu
 Mynd:
Kjaradeilur sjö hópa í flugþjónustu eru hjá ríkissáttasemjara. Ekki hefur enn samist í deilu flugvallarstarfsmanna og ISAVIA. Flugmenn greiða atkvæði um hvort boða eigi verkfall í maí. Samninganefndir flugvallarstarfsmanna og ISAVIA komu til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan fimm í dag.

Verkfall hefst á miðvikudag takist ekki að semja fyrir þann tíma. 

Þingmenn sem fréttastofa hefur rætt við í dag segjast vona að ekki þurfi að setja lög á verkfallið. Alþingi kemur saman eftir páskahlé á morgun og viðbúið er að þingmenn ræði stöðuna í deilunni. 

Auk flugvallarstarfsmanna, er ósamið við starfsmenn fríhafnarinnar og flugmenn hjá Atlanta. Fjórar stéttir krefja Icelandair Group um bætt kjör: Flugfreyjur hjá Flugfélagi Íslands, flugfreyjur hjá Icelandair, flugvirkjar og flugmenn hjá Icelandair. Flugmenn greiða nú atkvæði um hvort boða eigi til ótímabundins yfirvinnubanns 9. maí og fimm styttri verkfalla vikurnar á eftir.