Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

7 hlaðvarpsþættir í sumarfríið

Mynd með færslu
 Mynd: unsplash - pexels

7 hlaðvarpsþættir í sumarfríið

08.07.2017 - 09:15

Höfundar

Hlaðvarpið er einskonar systurmiðill útvarpsins, og kjörinn ferðafélagi í sumarfríinu, en hlaðvörp má nálgast nánast hvar og hvenær sem er, svo lengi sem nettenging er fyrir hendi. Nokkuð er til af íslenskum hlaðvörpum, og fer þeim ört fjölgandi. Nokkrir hlaðvarpshlustendur deila eftirlætis hlaðvörpum sínum með lesendum.

Hlaðvörp geta fjallað um allt milli himins og jarðar. Hægt er að nálgast viðkomandi þátt með því að smella á meðfylgjandi hlekk.

Sparkvarpið

Stefán Pálsson  sagnfræðingur, spurningahöfundur og kennari í Bjórskólanum mælir með Sparkvarpinu á Kjarnanum. „Fyrir fótboltanirðina, veltir sér ekki bara upp úr stjörnum heldur fer meira á dýptina.“ Hlustið hér.

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Stefán Pálsson, sagnfræðingur

Fílalag

Þórhallur Valsson er umsjónarmaður Sparkvarpsins sem Stefán mælir með. Hann nefnir tónlistarhlaðvarpið Fílalag: „[Þeir eru] löngu búnir að stimpla sig sem eitt besta hlaðvarp landsins enda með snillinga sem sjá um þáttinn.“ Þar vísar Þórhallur til umsjónarmanna þáttarins Bergs Ebba Benediktssonar rithöfundar og Snorra Helgasonar tónlistarmanns. Hlustið hér.

Mynd með færslu
 Mynd: einkasafn - facebook
Þórhallur Valsson, umsjónarmaður Sparkvarpsins

Guilty Feminist

Hildur Lillendahl Viggósdóttir er verkefnastjóri í ráðhúsinu og femínisti. Hún nefnir hlaðvarpsþáttinn Guilty Feminist, „með ógeðslega fyndnum konum sem sitja saman á sviði fyrir framan áhorfendur og gera grín að hræsninni og óörygginu sem fylgir því að vera femínisti á 21. öldinni. Ég elska þetta podcast af því að ég veit ekkert betra í heiminum en femínista sem gera grín, hvort heldur sem er að sjálfum sér eða helvítis feðraveldinu.“ Hlustið hér.

Mynd með færslu
 Mynd: Páll Stefánsson - fb
Hildur Lillendahl, verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg

On the Media

Atli Stefán Yngvason er ritstjóri Simon.is og einn stjórnenda Tæknivarpsins á Kjarnanum. Hann nefnir þáttinn On the Media, bandarískan þátt sem rýnir í fjölmiðla. „[Þau eru] útsmogin í því að afhjúpa mýtur, afsannar annarskonar staðreyndir (sannlíki), og benda á fólskulegar tilraunir stjórnmála til að beygja umræðu sér í hag. Einn uppáhalds þátturinn minn er þegar þau taka hugtakið rags to riches fyrir, eða möguleika fólks á því að vinna sig upp úr fátækt og upp í ríkidóm. Það kom hressilega á óvart að það hugtak hefur verið skilgreint og að Bandaríkin mælast bara frekar illa í þeim málum,“ segir Atli Stefán. Hlustið hér.

Mynd með færslu
 Mynd: Einkasafn - Facebook
Atli Stefán Yngvason, ritstjóri Simon.is

Englaryk

Snjólaug Lúðvíksdóttir uppistandari segist hlusta á hlaðvörp þegar hún sinnir m.a. heimilisverkum. „Þegar ég þarf að gera leiðinlega hluti eins og að þrífa, brjóta saman þvott eða raka á mér lappirnar. Einn af uppáhaldsþáttunum mínum er Englaryk. Dröfn og Hanna eru ekki bara með allt Hollywood slúðrið á hreinu heldur eru þær líka rugl skemmtilegar og fyndnar og ég er sammála öllu sem þær segja. Ég kinka svo mikið kolli þegar ég hlusta á þættina þeirra að ég er korter í heilahristing. Svo droppa þær stundum viskumolum um lífið og tilveruna. Eins og eldhús trúnó með vitrum og létt klikkuðum frænkum. Mæli endalaust með þeim.“ Hlustið hér.

Mynd með færslu
 Mynd: Anna Maggý - fb
Snjólaug Lúðvíksdóttir, uppistandari

Aðförin

Fjölmiðlamaðurinn Gísli Marteinn Baldursson nefnir hlaðvarpsþáttinn Aðförina: „Skemmtilegt hlaðvarp um hið manngerða umhverfi, arkítektúr, samgöngur og borgina sjálfa. Guðmundur og Magnea eru öllum hnútum kunnug þegar kemur að þessu og koma því vel frá sér.“ Hlustið hér.

Mynd með færslu
 Mynd: Ólöf Erla Einarsdóttir - RÚV
Gísli Marteinn Baldursson, fjölmiðlamaður

BBC World Book Club

Hólmfríður Helga Sigurðardóttir grunnskólakennari nefnir BBC World Book Club. „Það var sko fyrsta hlaðvarpið sem ég hlustaði á ever, 2007. Og átti einn þátt á ipodinum mínum sem ég hlustaði á aftur og aftur því hann var svo fyndinn, viðtal við Armistead Maupin. Sjitt hvað hann er fyndinn! Mæli með þáttunum með Neil Gaiman, Philip Pullman, Frank McCourt, Alexander McCall Smith, Maya Angelou og Kurt Vonnegut.“ Hlustið hér.

Mynd með færslu
 Mynd: Einkasafn - fb
Hólmfríður Helga Sigurðardóttir, grunnskólakennari

Tengdar fréttir

Kvikmyndir

Vikulegt hlaðvarp um íslenskar kvikmyndir

Innlent

Letigarðurinn: 4 þættir í streymi og hlaðvarpi

Mannlíf

Hlaðvarpsbyltingin