63 prósent andvíg því að ganga í ESB

13.02.2013 - 11:05
Mynd með færslu
 Mynd:
63 prósent þeirra sem tóku afstöðu í nýrri skoðanakönnun MMR eru andvíg því að Ísland gangi í Evrópusambandið. 24 prósent þeirra sem svöruðu eru hlynntir því að ganga í ESB. Karlar eru jákvæðari í garð Evrópusambandsins en konur. Eftir því sem fólk verður eldra er það hlynntara inngöngu.

Skoðanakönnun MMR  var gerð frá 31.janúar til 6.febrúar og voru einstaklingar valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR. 874 tóku þátt.

Stuðningur við inngöngu í Evrópusambandið er breytileg eftir stjórnmálaflokkum. 78 prósent þeirra sem styðja Samfylkinguna vilja að Ísland gangi í Evrópusambandið en aðeins 22 prósent stuðningsmanna Vinstri grænna.

Þeir sem kjósa Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn eru mjög andvígir inngöngu, 84 prósent Framsóknarmanna vilja ekki ganga í Evrópusambandið og 83 Sjálfstæðismanna eru sömu skoðunar.  Tæplega helmingur stuðningsmanna Bjartrar framtíðar styðja inngöngu í Evrópusambandið.

Ríflega helmingur þeirra sem styðja ríkisstjórnina vilja inngöngu í Evrópusambandið. Landsbyggðin er frekar andvíg inngöngu; tæplega 73 prósent þeirra sem búa á landsbyggðinni styðja ekki inngöngu í Evrópusambandið en 56,2 prósent þeirra sem búa á höfuðborgarsvæðinu. Aðeins um nítján prósent þeirra sem búa á landsbyggðinni styðja inngöngu en 28 prósent þeirra sem búa á höfuðborgarsvæðinu.

Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi