Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

6000 skipsfarþegar á Akureyri í dag

24.07.2017 - 16:34
Mynd með færslu
 Mynd: Björgvin Kolbeinsson - RÚV
Met var slegið í fjölda farþega skemmtiferðaskipa á Akureyri í dag þegar tvö stór skip lögðu að höfn. Alls eru um 6.000 skipsfarþegar að spóka sig í blíðskaparveðri í bænum í dag, sem er þriðjungur af íbúafjölda bæjarins.

Hátt í 25 stiga hiti er á Norðaustanverðu landinu í dag. Mikill fjöldi ferðamanna er á Akureyri, bæði innlendra og erlendra. Fullbókað er á öll tjaldstæði í bænum og næsta nágrenni. 

Að sögn Þórhildar Gísladóttur, hjá Akureyrarstofu, hafa aldrei verið svo margir farþegar úr skemmtiferðarskipum í bænum í einu. Síðara skipið kom óvænt, en það átti upphaflega að koma á morgun. 

sunnav's picture
Sunna Valgerðardóttir
dagskrárgerðarmaður