Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

58 prósent styðja stjórnina

01.05.2018 - 19:00
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með mest fylgi flokka í nýrri könnun Gallups. 58 prósent þeirra sem tóku afstöðu segjast styðja ríkisstjórnina. 

Litlar breytingar eru á fylgi flokkanna eða á bilinu 0,2 til 1,5 prósentustig og þær því ekki marktækar. Rúmlega 25 prósent sem taka afstöðu í könnuninni segjast myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn, færu kosningar til alþingis fram í dag. Nær 18 prósent myndu kjósa Samfylkinguna, rúmlega fjórtán prósent Vinstri græn, ellefu prósent segjast myndu kjósa Pírata, tæplega tíu prósent Framsóknarflokkinn og nærri átta prósent Miðflokkinn og Viðreisn.

Flokkur fólksins mælist með um fjögurra prósenta fylgi. Tæplega tíu prósent taka ekki afstöðu eða neita að gefa hana upp og um sjö prósent svarenda segjast myndu skila auðu.

Fylgi við ríkisstjórninnar minnkar um tvö prósentustig milli mánaða, 58 prósent þeirra sem taka afstöðu segjast styðja hana. 

Valgeir Örn Ragnarsson
Fréttastofa RÚV