Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

5500 ferðamenn hafa lofað ábyrgri hegðun

18.06.2017 - 12:29
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Alls hafa 5500 ferðamenn lofað því að sýna ábyrga hegðun á ferðalagi sínu á Íslandi frá því að herferð Inspired by Iceland hófst á föstudag.

Í herferðinni, sem nefnist The Icelandic Pledge, eða íslenska loforðið eru ferðamenn hvattir til þess að samþykkja átta loforð á vefsíðu Inspired by Iceland. Þar heitir ferðamaðurinn því meðal annars að leggja ekki líf og limi í hættu fyrir góða ljósmynd, og að leyfa náttúrunni að njóta vafans þegar hann þarf að bjarga brókum sínum. Töluvert hefur borið á því að ferðamenn fari sér á voða hér á landi, hvort sem það er í umferðinni eða við það eitt að dáðst að íslenskri náttúru. Ráðherra segist því viss um að herferðin veki ferðamenn til umhugsunar. 

The Icelandic Pledge er á vegum Inspired by Iceland. Ráðherra ferðamála ýtti verkefninu úr vör ásamt Samtökum ferðaþjónustunnar, Íslandsstofu og Landsbjörg á föstudag. 

Mynd með færslu
 Mynd: Inspired by Iceland
sigridurda's picture
Sigríður Dögg Auðunsdóttir