Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

55 milljón ára gamlir steingervingar

09.08.2013 - 08:52
Mynd með færslu
 Mynd:
Vísindamenn hafa fundið plöntusteingervinga í Færeyjum sem eru rúmlega 55 milljón ára gamlir. Færeysku steingervingarnir eru allt að 40 milljónum árum eldri en þeir elstu steingervingar sem aldursgreindir hafa verið á Íslandi.

Vísindamenn frá Vínarháskóla og náttúrugripasafninu í Stokkhólmi  hafa fundið þessar fornu jurtaleifar í surtarbrandsnámum milli basaltlaga á Suðurey, Gásadali, Tindhólmi og í Mykinesi. 

Vísindmennirnir leituðu meðal annars frjókorna plöntutegunda frá forsögulegum tíma í leirlögum milli hraunlaganna. Í Mykinesi vestustu eyju Færeyja fundust um tvö hundruð steingerfingar, blöð greinar og könglar trátegunda sem ekki hafa fundist áður í Færeyjum. Steingervingarnir eru frá þeim tíma að Færeyjar voru hluti af  mikilli sléttu sem myndaði landbrú sem var milli meginlands Evrópu og Grænlands. Steingervingar hjartardýra sem fundust á sínum tíma hér á landi í Vopnafirði eru ein sönnun um tilvist landbrúarinnar. Elstu steingervingar sem hafa fundist á Íslandi eru frá um 15 milljón ára. Fundist hafa plöntuleifar frá þeim tíma og eru fundarstaðir meðal annars yst á Vestfjarðakjálkanum, í Þórishlíðarfjalli í Selárdal, Svalvogum við Dýrafjörð, Botni í Súgandafirði og Breiðhillu utan við Bolungarvík.