Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

55 látnir í ebólu-faraldri í Kongó

epaselect epa04675048 A Liberian man walk pass an ebola awareness painting on a wall in downtown Monrovia, Liberia, 22 March 2015. Liberia has confirmed a new case of Ebola, undermining growing hopes in the country that it might soon be declared free of
 Mynd: EPA - DPA
55 eru látnir af völdum ebólu-faraldurs í austurhluta Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó. Faraldurinn hófst í byrjun ágústmánaðar og er vitað af 96 tilfellum, að sögn heilbrigðisyfirvalda. Stjórnvöld tilkynntu að meðferð við sjúkdómnum verði gjaldfrjáls næstu þrjá mánuði.

Smitsjúkdómasérfræðingar telja rúmlega 1.600 manns hafa komist í snertingu við veiruna. Það eru fimm hundruð færri en áður var talið að sögn AFP fréttastofunnar. Þetta er í tíunda sinn sem ebóla breiðist út í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó síðan hún greindist fyrst árið 1976. Lengi vel var talið að sjúkdómurinn væri ólæknandi. Nú tekst að halda aftur af útbreiðslu hans með því að koma fólki fljótt í einangrun og bregðast snöggt við einkennum á borð við uppgang, niðurgang og ofþornun. Þá er enn leitað bóluefnis við sjúkdómnum. Rannsóknir á slíkum efnum fóru á fullt eftir faraldur sem varð yfir 11 þúsund manns að bana í Vestur-Afríkuríkjunum Gíneu, Líberíu og Síerra Leone árin 2013 til 2015.