40% þeirra sem aka undir áhrifum erlendir

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Það sem af er árinu hafa um 1300 ökumenn verið grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða vímuefna og 1135 verið stöðvaðir vegna slíkra brota af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Af þessum hóp er um 40 prósent með erlent ríkisfang. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Alls hafa 670 einstaklingar verið grunaðir um akstur undir áhrifum ávana- og vímuefna og 622 um akstur undir áhrifum áfengis. Aukning á málum er varða ölvunaraksturs er 41 prósent og 53 prósent á málum er varða akstur undir áhrifum ávana- og vímuefna miðað við sama tímabil á síðustu þremur árum.

Rætt er við Helga Gunnarsson afbrotafræðing og segir hann aukninguna megi einkum rekja til aukins eftirlits lögreglu.

Fram kemur í svari lögreglu við fyrirspurn Morgunblaðsins að í mörgum tilfellum séu þeir sem fremji slík afbrot bæði undir áhrifum áfengis og ávana- eða vímuefna. Auk þessi geti fleiri en einn verið skráðir fyrir sama brotinu þar sem óvissa leikur á því hver sat undir stýri.

thorvardurp's picture
Þorvarður Pálsson
Fréttastofa RÚV