40% hlynnt banni við notkun dísilolíu á bíla

Mynd með færslu
 Mynd: rúv
Tæp 40 prósent Reykvíkinga eru hlynnt því að notkun dísilolíu á bíla verði bönnuð fyrir árið 2030. Þetta sýna niðurstöður nýrrar könnunar á vegum Fréttablaðsins.

Aðeins fleiri, eða 44 prósent, þeirra sem afstöðu tóku, eru andvíg slíku banni. 17 prósent svarenda eru hlutlaus. í Fréttablaðinu er haft eftir Hjálmari Sveinssyni, formanni umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, að það komi á óvart hve margir séu hlynntir banninu. Hann kveðst gera ráð fyrir að það sé vegna mikillar umræðu um sótmengun að undanförnu. Hann kveðst ekki viss um að bann sé rétta leiðin, heldur sé vænlegra að haga málum þannig að hagstæðara verði að kaupa rafbíla.

Könnunin náði til 800 manns með lögheimili í Reykjavik sem voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. 91 prósent tóku afstöðu en 5 prósent voru óákveðin. 

 

dagnyhe's picture
Dagný Hulda Erlendsdóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi