Athugið þessi frétt er meira en 10 ára gömul.

370 myndir á Shorts & Docs

Mynd með færslu
 Mynd:

370 myndir á Shorts & Docs

05.03.2013 - 16:48
Metfjöldi mynda barst á stuttmynda- og heimildamyndahátíðina Reykjavík Shorts & Docs Festival, 370 stuttmyndir og heimildamyndir frá 61 landi. Hátíðin verður haldin í ellefta sinn í byrjun maí í Bíó Paradís.

Á hátíðinni í fyrra voru sýndar 75 myndir. Auk kvikmyndasýninga verða pallborðsumræður, vinnusmiðjur og fjöldi annarra viðburða á hátíðinni.