Um 3.500 manns eru á Austurvelli fyrir framan þinghúsið að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Allt hefur farið friðsamlega fram. Andstæðingar þess sem vilja ekki að aðildarumsóknin að ESB verði dregin til baka boðuðu til mótmælanna á Facebook í dag.