Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

3.500 á Austurvelli

24.02.2014 - 16:06
Mynd með færslu
 Mynd:
Um 3.500 manns eru á Austurvelli fyrir framan þinghúsið að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Allt hefur farið friðsamlega fram. Andstæðingar þess sem vilja ekki að aðildarumsóknin að ESB verði dregin til baka boðuðu til mótmælanna á Facebook í dag.

Tæplega fimmtán þúsund hafa skrifað undir áskorun til stjórnvalda um að draga ekki umsóknina til baka en hægt er að fylgjast með mótmælunum á vef Mílu.

Inn í þingsal hafa þung orð fallið undir liðnum fundarstjórn forseta, bæði hjá stjórnarliðum og stjórnarandstæðingum.