Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

31% styðja ríkisstjórnina

02.05.2012 - 17:58
Mynd með færslu
 Mynd:
Stuðningur við ríkisstjórnina hefur aukist um þrjú prósentustig frá fyrri mánuði og mælist nú 31 prósent. Þetta er niðurstaða nýs þjóðarpúls Gallups. Stjórnarflokkarnir hafa báðir aukið fylgi sitt lítillega. Samfylkingin mælist með 18,7 prósent og Vinstri græn með 11,5 prósent.

Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn tapa báðir fylgi frá síðustu könnun. Sjálfstæðisflokkurinn er með 37 prósenta fylgi en 12,5 prósent styðja Framsóknarflokkinn. 5,6 prósent styðja Bjarta framtíð, 5,4 prósent styðja Dögun og 6,9 prósent styðja Samstöðu.

5.400 voru í úrtaki Gallup, svarhlutfallið var tæp 62 prósent. Þar af tóku tæp 72 prósent afstöðu til flokka en 15 prósent ætla að skila auðu eða ekki kjósa.