Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

300 úr bandaríska flughernum til Íslands

24.07.2018 - 18:42
Innlent · NATO
x-default
 Mynd: Wikipedia
300 liðsmenn bandaríska flughersins koma senn til landsins ásamt 15 F-15 orrustuþotum til að taka þátt í loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins við Ísland. Til viðbótar koma starfsmenn frá stjórnstöð NATO í Uedem, Þýskalandi.

Flugsveitin verður staðsett á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Samkvæmt tilkynningu má gera ráð fyrir aðflugsæfingum að varaflugvöllum á Akureyri og Egilsstöðum á tímabilinu 31. júlí til 8. ágúst. Ráðgert er að gæslunni ljúki í lok ágúst.

Verkefnið verður með sama fyrirkomulagi og fyrri ár og í samræmi við loftrýmisgæsluáætlun NATO fyrir Ísland. Loftrýmisgæslan er unnin af Landhelgisgæslu Íslands í samvinnu við Isavia. 

 

Matthías Tryggvi Haraldsson
Fréttastofa RÚV