Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

30 þúsund undir lágtekjumörkum

01.05.2014 - 06:52
Mynd með færslu
 Mynd:
Hlutfall Íslendinga sem mældist fyrir neðan lágtekjumörk var 9,3 prósent árið 2013, eða um 30 þúsund manns. Þetta kemur fram í lífskjararannsókn Hagstofunnar sem birt var í gær. Lágtekjumörkin eru skilgreind sem 60 prósent af miðgildi ráðstöfunartekna heimila.

Fyrir einstakling þýðir það 170.600 krónur á mánuði en fyrir fjögurra manna fjölskyldu er upphæðin 358.400 krónur. Hlutfallið hefur verið nokkuð stöðugt í kringum 10 prósent síðan lífskjararannsóknin var fyrst gerð árið 2004. Einstæðir foreldrar eru líklegastir til að lenda fyrir neðan lágtekjumörk, 27 prósent þeirra mælast fyrir neðan mörkin. Karlar sem búa einir eru líklegri en konur sem búa einar til að lenda fyrir neðan mörkin. Rúm 23 prósent einstæðra karla voru fyrir neðan mörkin á móti 9 prósentum einstæðra kvenna.