Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

2.500 saknað af Bahamaeyjum

12.09.2019 - 03:38
epa07830442 A handout picture provided by the British Ministry of Defence (MOD) showing the aftermath of hurricane Dorian in Fox Town on the island of Little Abaco, 07 September 2019, issued 09 September 2019. The HADR troop were put ashore to start two different route clearance’s, one going south to Marsh Harbour and one going north to Cooper’s Town on Great Abaco. The team also handed out aid on route will meet some of the community on the journey. The ship has been in the Caribbean since June in preparation for the hurricane season and was re-tasked last week to sail to The Bahamas in anticipation of Hurricane Dorian, the strongest ever recorded in The Bahamas.  EPA-EFE/LPhot PAUL HALLIWELL / BRITISH MINISTRY OF DEFENCE/HANDOUT MANDATORY CREDIT: MOD/CROWN COPYRIGHT HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA-EFE - BRITISH MINISTRY OF DEFENCE
Um 2.500 manns er saknað eftir að fellibylurinn Dorian fór yfir norðanverðar Bahamaeyjar. Almannavarnir eyjaklasans greina frá þessu. Carl Smith, talsmaður almannavarna, segir líkur á að talan verði eitthvað lægri, þar sem ekki er búið að bera listann saman við lista stjórnvalda yfir þá sem gista í neyðarskýlum eða hefur verið komið til bjargar. Yfirvöld óttast þó að fjöldi látinna af völdum fellibylsins verði miklu meiri en þau 50 sem hafa fundist hingað til.

Um fimm þúsund manns var komið af eyjunum Abaco og Grand Bahama, sem urðu verst úti í veðurofsanum. Um sex til sjö þúsund eru áfram á eyjunum. Mörg hundruð var komið fyrir í tímabundnu skjóli í Nassau, höfuðborg Bahamaeyja. 

Eyðileggingin á eyjunum var veruleg. Dorian lá yfir þeim í rúma tvo sólarhringa áður en hann hélt norður á leið. Stöðugur vindur fór upp í 82 metra á sekúndu þegar fellibylurinn var yfir Abaco eyju. Hellidemba fylgdi fellibylnum, auk hárra alda, sem nánast settu láglendar eyjurnar á kaf.