Minnst 22 fórust þegar aurskriða féll á þorp í austanverðu Mjanmar í gærkvöld og jafnaði 16 íbúðarhús og eitt munkaklaustur við jörðu. Björgunarlið er enn að störfum í þorpinu í leit að fólki sem saknað er. Skriðan er rakin til steypiregns síðustu daga, en monsúnrigningar standa nú sem hæst eystra og jarðvegur víða gegnsósa.