Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

2.112 Subaru bílar verða innkallaðir

21.06.2018 - 14:21
epa06711036 A general view of the signage of Subaru in Frankfurt am Main, Germany, 04 May 2018.  EPA-EFE/MAURITZ ANTIN
 Mynd: EPA
Rúmlega 2.100 Subaru bílar verða innkallaðir hér á landi á næstu dögum til viðgerðar eigendum að kostnaðarlausu. Neytendastofa greinir frá og segir að tilkynning þessa efnis hafi borist frá BL ehf., sem er með umboð fyrir Subaru á Íslandi. Innköllunin nær til Legacy og Outback af árgerðunum 2004 til 2009 og Impreza af árgerðunum 2008 til 2010.

Neytendastofa segir að bílarnir verði kallaðir inn vegna þess að spennufall geti myndast í tengi fyrir bensíndælu sem orsaki sambandsleysi. Skipta verði um rafkerfi bensíndælu og mögulega þurfi að skipta um tengi inn á bensíndælu eða efri hluta dælunnar.

 

asrunbi's picture
Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV