Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

21 bjargað frá borði

02.07.2014 - 18:36
Mynd með færslu
 Mynd:
21 var bjargað frá borði úr hvalaskoðunarskipi sem strandaði við Lundey á Skjálfanda rétt fyrir klukkan sex í dag. Mikill halli kom að skipinu og var kallað eftir aðstoð björgunarsveita. Fjöldi báta lagði af stað til hjálpar úr Húsavíkurhöfn, bæði frá björgunarsveit og hvalaskoðunarfélögum.

Lundey er tæpar fjórar mílur frá bænum og voru hraðskreiðustu bátar aðeins nokkrar mínútur á vettvang. Þeir voru fljótir að koma öllum frá borði og fólkið því öruggt. Guðmundur Salómonsson aðgerðarstjóri segir að um 50 manns hafi verið til taks vegna aðgerðanna, björgunarsveitarmenn, slökkviliðsmenn, lögregla og fleiri. Farið var út að hvalaskoðunarskipinu á harðbotnabátum sem notaðir eru til hvalaskoðunar og gátu þeir tekið við fólkinu sem var um borð.