21 var bjargað frá borði úr hvalaskoðunarskipi sem strandaði við Lundey á Skjálfanda rétt fyrir klukkan sex í dag. Mikill halli kom að skipinu og var kallað eftir aðstoð björgunarsveita. Fjöldi báta lagði af stað til hjálpar úr Húsavíkurhöfn, bæði frá björgunarsveit og hvalaskoðunarfélögum.