Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Ásta Kristinsdóttir kom, sá og sigraði í Svíðþjóð

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV

Ásta Kristinsdóttir kom, sá og sigraði í Svíðþjóð

09.12.2022 - 11:05
Ásta Krist­ins­dótt­ir, landsliðskona í hóp­fim­leik­um, gerði sér lítið fyrir og sigraði svo­kallaða Faceoff-keppni í hóp­fim­leik­um Vä­sterås í Svíþjóð um síðustu helgi. Fyrir sigurinn fékk Ásta 10.000 sænskar krónur í verðlaun en verðlaunafé er ekki algengt á fimleikamótum.

Nýtt áhald

Ásta varð Evr­ópu­meist­ari í hóp­fim­leik­um með Íslandi á síðasta ári. Í frétt á vef fimleikasambandsins segir að fyrir mótið hafi Ásta aldrei keppt á einu af þeim áhöldum sem var keppt á.  „En hún prófaði áhaldið í fyrsta skipti á æfingu á fimmtudeginum fyrir keppnina. Það sakaði þó greinilega ekki, þar sem Ásta keppti með þrefalt heljarstökk á áhaldinu, enda gríðarlega hæfileikarík fimleikakona,“ segir í fréttini. 

Ekki eini íslenski keppandinn

Auk Ástu keppti æf­inga­fé­lagi henn­ar úr Stjörn­unni Helena Clausen á mótinu. Í karla­keppn­inni voru tveir íslenskir kepp­end­ur, þeir Júlí­an Mána K. Rakel­ar­son og Ágúst Óli­ver Erl­ings­son sem báðir keppa fyrir Stjörnuna. 

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV

Tengdar fréttir

Fimleikar

Besti árangur Breta á HM í áhaldafimleikum

Fimleikar

Ólympíumeistarinn lagði heimsmeistarann

Fimleikar

Kínverjar heimsmeistarar í liðakeppni karla

Fimleikar

„Stolt af liðinu að hafa klárað og náð þessum árangri“